Thursday, March 10, 2011

Kjólaprjónagleði



Ég fékk allt í einu æði fyrir því að prjóna kjóla :) Fyndið af því að ég á ekki stelpu og það er ekki séns að ég nenni að prjóna kjól á mig :) moha
Þar fyrir utan... er ég ekki svo hrifin af því að ganga í prjónuðum föturm *susss* ekki segja neinum !!

Ég er samt ánægðust með kjólana sem ég prjónaði úr einbandi og kambgarni. Það var gaman að prjóna þá og þetta var bara alveg mín hönnun líka sem gerir þetta ennþá meira gaman :DÞetta er í raun mjög einfallt. Þetta er bara að fitja upp um það bil helmingi fleiri lykkjur en þú þarft í efri partinn. T.d. í bleika fitjaði ég upp 170 lykkjur og tók svo út aðra hvora þegar ég var komin rétt fyrir ofan mitti. Prjónaði svo þar til mér fannst vera tími til að taka úr fyrir handakrika.... já og bullaði svo bara :) Væri glöð að kenna þeim sem vill læra en ég er ferleg í uppskriftum :) haha